Hoppa yfir valmynd
4. mars 2005 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 4. mars 2005

          „Ár 2005, föstudaginn 4. mars er fundur haldinn í Mannanafnanefnd, í húsakynnum Orðabókar Háskóla Íslands, Neshaga 16, Reykjavík.

 

Nr. 8/2005

Eiginnafn: Hrímnir (kk)

            Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

            Eiginnafnið Hrímnir tekur eignarfallsendingu (Hrímnis) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 Úrskurðarorð:

 

            Beiðni um eiginnafnið Hrímnir er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“

 

            Beðist er velvirðingar á hversu lengi mál þetta hefur verið hjá nefndinni en ný mannanafnanefnd var skipuð um miðjan febrúar sl. og hefur nú tekið til starfa.

 

Nr. 9/2005

Eiginnafn:  Esmeralda (kvk)

            Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

            Eiginnafnið Esmeralda tekur eignarfallsendingu (Esmeröldu) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 Úrskurðarorð:

 

            Beiðni um eiginnafnið Esmeralda er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá. “

 

Nr. 13 /2005

Eiginnafnið:  Ísmey  (kvk)

           Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

            Eiginnafnið Ísmey tekur eignarfallsendingu (Ísmeyjar) og telst að öðru leyti fullnægja 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 Úrskurðarorð:

 

            Beiðni um eiginnafnið Ísmey er tekin til greina og skal það fært á mannanafnaskrá.“

 


Fleira gerðist ekki. Fundi lauk kl. 13:30. Næsti fundur verður haldinn kl. 12:00 föstudaginn 18. mars nk.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum