Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu 

Gunnar Bragi fundar í Ukrainu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lauk í dag heimsókn sinni til Úkraínu ásamt Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands. Meðan á dvölinni í Kænugarði stóð áttu ráðherrarnir fundi með Petro Poroshenko forseta og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra (sjá hér). Þá funduðu ráðherrarnir með Valeriy Chalyi, ráðgjafa forseta Úkraínu og meðLeonid Kuchma, fyrrverandi forseta, sem hefur verið fulltrúi úkraínskra stjórnvalda í alþjóðlegum tengslahópi sem hefur unnið að því að miðla málum í landinu.

Í dag heimsóttu ráðherrarnir borgina Dnipropetrovsk þar sem fundað var með fulltrúum úr héraðsstjórn og fulltrúum borgaryfirvalda. Þá var samhæfingarmiðstöð til aðstoðar fólki sem er á vergangi vegna ástandsins í austurhluta landsins heimsótt og stálverksmiðjan Interpipe skoðuð.

Ráðherrarnir áttu viðræður við Yevhen Udod, formann héraðsstjórnarinnar og Ivan Kulichenko,  forseta borgarstjórnar Dnipropetrovsk. Þá ræddu þeir við Borys Filatov aðstoðarhéraðsstjóra og Borys Treygerman, ráðgjafa héraðsstjórans.

Í lok heimsóknarinnar hittu ráðherrarnir David Turner, starfandi yfirmann eftirlitsteymis Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Dnipropetrovsk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum