Hoppa yfir valmynd
17. mars 2014 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk 2014

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014. Reglugerðin er sett á grundvelli 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum.

Reglugerðin er nr. 242/2014 og gilda ákvæði hennar frá 1. janúar 2014. Þá hefur fallið úr gildi reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, nr. 623/2013 vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2013.

Vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu við endurskoðun á áætlaðri úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir næstu mánaðamót. Í kjölfarið munu upplýsingar um endurskoðaða áætlun um úthlutun framlaganna berast sveitarfélögum/þjónustusvæðum ásamt upplýsingum um þær   breytingar sem koma fram í nýrri reglugerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum