Hoppa yfir valmynd
15. október 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Grundaskóli áfram móðurskóli í umferðarfræðslu

Fulltrúar Grundaskóla á Akranesi og Umferðarstofu skrifuðu ásamt samgönguráðherra undir nýjan samning um umferðarfræðslu í grunnskólum. Grundaskóli verður áfram móðurskóli á þessu sviði og tekur auk þess að sér að semja handbók um umferðarfræðslu í grunnskólum.

Samið við Grundaskóla um umferðarfræðslu
Birgir Hákonarson, framkvæmda-stjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri Grunda-skóla, skrifa undir samninginn.

Samningurinn er gerður til eins árs og er markmið hans að við lok samningstímans 30. september 2009 liggi fyrir mælanlegar staðreyndir um umferðarfræðslu barna í grunnskólum, hversu margir grunnskólar sinni umferðarfræðslu og hafi hana á skólanámskrá sinni. Samningsaðilar eru Grundaskóli, sem leggur til starfskrafta og annast verkefnið, og Umferðarstofa, sem greiðir rúmar 12 milljónir króna og er skólanum til ráðgjafar.

Í samningnum felst annars vegar greiðsla fyrir eitt stöðugildi í eitt ár sem snýst um að leiða samstarf skóla sem sinna vilja umferðarfræðslu og hins vegar greiðsla á annarri stöðu til að semja áðurnefnda handbók sem er nýjung í samningnum.

Kristján L. Möller samgönguráðherra kvaðst við athöfnina vera sannfærður um að með stóraukinni umferðarfræðslu í skólum væri lagður nauðsynlegur grundvöllur að auknu umferðaröryggi og færri slysum í framtíðinni. ,,Samningurinn er dæmi um mikilvægi þess að horfa fram í tímann og ég tel hann gott dæmi um fjárfestingu sem skila mun mjög drjúgum arði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi með betri umferðarmenningu,” sagði ráðherrann meðal annars.

Tengiliður Umferðarstofu vegna verkefnisins er Birgir Hákonarson en Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri er verkefnisstjóri fyrir hönd Grundaskóla.


Samið við Grundaskóla um umferðarfræðslu      
Kristján L. Möller ávarpaði nemendur Grundarskóla sem voru viðstaddir undirritunina.      

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira