Hoppa yfir valmynd
8. júní 2022 Utanríkisráðuneytið

Fastafloti Atlantshafsbandalagsins til Íslands

Frá minningarathöfn sem haldin var í Hvalfirði sem fram fór í tengslum við Dynamic Mongoose 2017.  - myndHilmar Snorrason
Dynamic Mongoose 2022, kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins fer fram dagana 13.-23. júní nk. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafssvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. Von er á sex skipum úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hingað til lands af þessu tilefni. 

Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti. Skiptast Ísland og Noregur á sem gistiríki hennar og gegnir Noregur því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni að þessu sinni er því takmörkuð. Sex skip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins koma þó hingað til lands í þessari viku til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Skipin eru nú fyrir norðan landið en gert er ráð fyrir að þau leggist við bryggju í Reykjavík á morgun. Þau halda svo til æfingasvæðisins í Noregshafi 13. júní. 
 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum