Hoppa yfir valmynd
13. desember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Desemberuppbót til maka- og umönnunarbótaþega

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað reglugerð um desemberuppbót til maka- og umönnunarbótaþega. Óskert desemberuppbót er 50.267 krónur.

Samkvæmt reglugerðinni á einstaklingur sem fengið hefur greiddar maka- eða umönnunarbætur í desember 2021 rétt á desemberuppbót. Einstaklingur sem fengið hefur mánaðarlega greiðslu alla tólf mánuði ársins fær fulla desemberuppbót. Einstaklingur sem fengið hefur greiðslur skemur en tólf mánuði á árinu 2021 á rétt á hlutfallslegri desemberuppbót í samræmi við þann tíma sem hann hefur fengið greiðslur.

Tryggingastofnun annast greiðslu desemberuppbótar samkvæmt reglugerðinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum