Hoppa yfir valmynd
15. júní 2011 Utanríkisráðuneytið

Rýnifundi um hagtölur lokið

Rýnifundi um 18. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið sem fjallar um hagtölur lauk í Luxemborg í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla, en kaflinn fellur undir EES-samninginn. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahópsins.

Helsta markmið Evrópulöggjafar um hagskýrslur er að tryggja almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum aðgang að óhlutdrægum og vönduðum upplýsingum til ákvarðana og stefnumörkunar. Einnig er með hagskýrslusamstarfinu safnað upplýsingum til að mæla framgang ýmissa stefnumála Evrópusambandsríkjanna. Lögð er mikil áhersla á hlutlægni, gæði og stöðlun upplýsinga til að þær verði sambærilegar á milli ríkja.

Á grundvelli EES-samningsins hefur verið samið um tvær sérlausnir sem samningahópurinn telur rétt að halda komi til aðildar. Þær varða annars vegar undanþágur frá því að greina tölfræði eftir landsvæðum og hins vegar undanþágu frá tölfræði um flutninga. Á rýnifundinum lagði samningahópurinn einnig áherslu á að smæð þjóðarinnar kalli á ákveðnar sérlausnir, s.s. undanþágu frá kröfum um tíða úrvinnslu og birtingu ákveðinna gagna og vinnslu gagna aftur í tímann.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum