Hoppa yfir valmynd
20. júní 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráð um vega- og flutningamál

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 15. júní 2016 opið samráð um endurskoðun á tveimur ESB reglugerðum sem ásamt þeirri þriðju mynda svokallaðan road pakka sem snýst einkum um vöru- og fólksflutninga á vegum. Samráðið stendur til 15. september 2016.

Fyrrnefndu reglugerðirnar tvær eru reglugerð nr. 1071/2009 um aðgang að flutningum á vegum sem starfsgrein og reglugerð nr. 1072/2009 um aðgang að markaðnum um farmflutninga á vegum. Þriðja reglugerðin nr. 1073/2009 fjallar um skilyrði fyrir aðgang að mörkuðum fyrir fólksflutninga á vegum.

Við mat á framkvæmd og virkni reglugerðanna þriggja árið 2014 komu í ljós ákveðnir veikleikar á þessum tveimur reglugerðum sem framkvæmdastjórnin metur nú hvort taka þurfi sérstaklega á. Að matinu standa saman þingið, ráðið, framkvæmdastjórnin og aðildarríkin og á matið með ódýrum en skilvirkum hætti að leiða fram hvernig reglur sambandsins virka.

Samráðið nú á að nota til að fá upplýsingar og tillögur um fjögur atriði: Í fyrsta lagi að bera kennsl á helstu vandamál í tengslum við reglugerðirnar; í öðru lagi hvaða markmið ættu að vera sett þurfi framkvæmdastjórnin að grípa inn í og gera breytingar; í þriðja lagi hvaða aðferðum ætti að beita ef framkvæmdastjórnin kýs að grípa inn í og í fjórða lagi samspil reglna Evrópusambandsins og aðildarríkjanna.

  • Spurningalista samráðsins má nálgast hér.
  • Frekari upplýsingar um samráðið má finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira