Hoppa yfir valmynd
21. júní 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráð Evrópusambandsins um samevrópskt loftrými

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf nýverið opið samráð um hvernig reglur ESB um samevrópskt loftrými hafa virkað (Single European Sky, SES). Samráðinu lýkur þann 4. september 2016. Með samráðinu á að meta hvernig náðst hafa þau markmið sem sett voru árið 2012 varðandi SES auk þess sem það tekur til losunarkvótakerfis ESB.

Upplýsingum verður safnað um fjögur atriði í samráðinu: Hvernig reglurnar eru fallnar til að uppræta þau vandamál sem borin hafa verið kennsl á og þær eiga að leysa, hvernig reglur sambandsins geta stutt við og bætt reglur einstakra landa, hve árangursríkt losunarkerfið er auk þess sem borinn er saman hagur af því og kostnaður við það.

  • Finna má hér vefsíðu með frekari upplýsingum um samráðið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira