Hoppa yfir valmynd
22. maí 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ávarp ráðherra á fundi Öldrunarráðs Íslands

Öll þjónusta byggist á starfsfólkinu. Því verður að gera störf í öldrunarþjónustu aðlaðandi og eftirsóknarverð þannig að mannekla og mikil starfsmannavelta standi ekki í vegi fyrir nægu framboði þjónustu og dragi úr gæðum hennar. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi félags- og tryggingamálaráðherra á aðalfundi Öldrunarráðs Íslands í dag.

Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra, flutti ávarpið fyrir hennar hönd og fjallaði þar um þrjú atriði sem ráðherra leggur megináherslu á í málefnum aldraðra:

„Í fyrsta lagi að framkvæmd allrar öldrunarþjónustu verði færð alfarið á hendur sveitarfélaganna ásamt fjármunum til að sinna verkefninu. Ábyrgð stjórnvalda muni þá einungis felast í stefnumótun og eftirliti.

Í öðru lagi að að horfið verði frá því að aðgreina aldraða og þjónustu við þá frá öðrum með sérstökum lögum. Þess í stað verði byggð upp einstaklingsmiðuð þjónusta við aldraða sem aðra á grundvelli almennra laga með sérstakri áherslu á að styðja fólk sem lengst til sjálfstæðrar búsetu.

Í þriðja lagi verði ráðist í sérstakt átak til að tryggja mönnun í öldrunarþjónustu þannig að starfsmannavelta verði minni og nýliðun aukist, meðal annars með áherslu á bætt kjör og aukin tækifæri til menntunar á þessu sviði.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp á fundi Öldrunarráðs Íslands



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum