Hoppa yfir valmynd
28. maí 2008 Félagsmálaráðuneytið

Ráðstefna um fjölbreytileika í stjórnun fyrirtækja

Hinn 19. september 2008 stendur Háskólinn á Bifröst fyrir ráðstefnu um fjölbreytileika í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja. Meðal fyrirlesara verður Eleanor Tabi Haller-Jorden, framkvæmdastjóri Catalyst í Evrópu, en Catalyst er leiðandi fyrirtæki í rannsóknum á sviði jafnréttis og viðskipta. Þá mun Marit Hoel, framkvæmdastjóri Centre for Corporate Diversity í Noregi og Nordic 500 könnunarinnar segja frá reynslu Norðmanna af kynjakvóta í stjórnum.  Aðrir fyrirlesarar koma úr röðum háskólafólks og úr viðskiptalífinu.

Með ráðstefnunni lýkur verkefninu um jafnréttiskennitöluna, en því er meðal annars ætlað að stuðla að umræðu um jafna stöðu karla og kvenna í atvinnulífinu og aukinni vitund fyrirtækja, starfsmanna og almennings um mikilvægi fjölbreytileika í stjórnun fyrirtækja. Að verkefninu standa, auk Rannsóknaseturs í vinnurétti við Háskólann á Bifröst, viðskiptaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisstofa og jafnréttisráð. Sérstakir styrktaraðilar verkefnisins árið 2008 eru Inn-fjárfesting og Baugur Group.

Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst nánar síðar, en hún fer sem fyrr segir fram föstudaginn 19. september næstkomandi í Salnum í Kópavogi klukkan 8.30–12.30.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira