Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2020

Fundur fastafulltrúa OECD um jafnréttismál

Frá fundi fastafulltrúa gagnvart OECD fyrir jafnréttismálum  - mynd

Sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, Kristján Andri Stefánsson, leiddi í dag fund fastafulltrúa gagnvart OECD um jafnréttismál. Þar var m.a. fjallað um nýjustu PISA niðurstöðurnar og mismunandi stöðu drengja og stúlkna. Fjallað var sérstaklega um mismunandi árangur kynjanna í lestri og raunvísindum og aðferðir til aukins árangurs í framtíðinni. Mexíkóskt verkefni sem stuðlar að aukinni þátttöku stúlkna í tækni- og raunvísindastörfum var kynnt fundargestum. Í kjölfarið fóru fram opinskáar umræður hvernig bæta mætti árangur drengja í PISA könnuninni og fjölga stúlkum í tækni- og raunvísindageiranum.

Fundir fastafulltrúa gagnvart OECD um jafnréttismál eru haldnir mánaðarlega og sendiherra Íslands leiðir hópinn, sem stofnaður var þann 8. mars 2018, ásamt sendiherra Lettlands, Ivitu Burmistre og Gabrielu Ramos, skrifstofustjóra OECD. Tilgangur hópsins er að beina kastljósinu að málefnum kynjanna í allri vinnu OECD og sjá til þess að stofnunin sinni málaflokknum af þeirri festu sem hann á skilið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum