Hoppa yfir valmynd
21. mars 2001 Dómsmálaráðuneytið

Frjáls för yfir landamæri innan Evrópu og verndun persónuupplýsinga

Ísland í Schengen samstarfinu
-
Frjáls för yfir landamæri innan Evrópu -


Hvað er SIS upplýsingakerfið?

Annað tveggja meginmarkmiða Schengen samningsins er að berjast gegn afbrotum og efla lögreglusamvinnu á milli ríkjanna. Mikilvægur þáttur í lögreglusamvinnu er rekstur sameiginlegs upplýsingabanka – Schengen upplýsingakerfisins – sem geymir upplýsingar um t.d. um eftirlýsta einstaklinga sem óskað er handtöku á vegna gruns um afbrot eða til að afplána fangelsisrefsingu, týnda einstaklinga, útlendinga sem neita á um inngöngu inn á Schengen svæðið, einstaklinga sem stefna á fyrir dóm og upplýsingar um stolna muni eins og t.d. bifreiðar, skotvopn, skilríki o.fl.
Lögregla í öllum Schengen ríkjunum hefur aðgang að gagnabankanum. Þá hefur Útlendingaeftirlitið einnig aðgang að bankanum til að leita upplýsinga varðandi útlendinga sem bönnuð hefur verið koma inn á Schengensvæðið. Slíkur gagnabanki leiðir til aukins upplýsingaflæðis og auðveldar samstarf á milli yfirvalda Schengen ríkjanna. Lögregla gegnir mikilvægu hlutverki í Schengen samstarfinu en þegar vegabréfaeftirlit milli Schengen ríkjanna leggst af eykst þörfin á virku samstarfi innan svæðisins. Kemur Schengen upplýsingakerfið þar að góðum notum en lögreglumenn allsstaðar á landinu munu hafa aðgang að því og geta aflað þar upplýsinga, hvort heldur er vegna venjubundins eftirlits eða af einhverju öðru sérstöku tilefni og kannað hvort þar séu að finna upplýsingar um viðkomandi einstakling. Er eftirlit sem þetta hjá lögreglu einn af lykilþáttum þess að Schengen samstarfið verði árangursríkt.

Hvernig er vernd persónuupplýsinga háttað í Schengen?

Rík áhersla er lögð á vernd þeirra persónuupplýsinga sem skráðar eru í Schengen-upplýsingakerfið. Í lögum um Schengen-upplýsingakerfið eru strangar reglur bæði hvað varðar vernd persónuupplýsinga og öryggi kerfisins í heild.
Hvert ríki ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem það skráir í upplýsingakerfið og er bótaskylt fyrir tjóni sem rangar upplýsingar geta haft í för með sér. Hver sem skráður er í upplýsingakerfið á rétt á að fá vitneskju um skráðar upplýsingar um sig í kerfinu.

Hver er þáttur Persónuverndar?

Persónuvernd mun á grunni íslenskra laga hafa sjálfstætt eftirlit með starfsemi kerfisins á íslandi. Persónuvernd mun í þessu sambandi hafa eftirlit með að meðferð og notkun upplýsinga í kerfinu gangi ekki á rétt hins skráða.

Lög um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi nr.16/2000

Reglugerð nr.112/2001 um Schengen upplýsingakerfið á Íslandi

Eftirtalin ráðuneyti og stofnanir gefa frekari upplýsingar um Schengensamstarfið.

Dómsmálaráðuneytið
Arnarhvoli
150 Reykjavík
s. 560 9010
fax. 552 7340
rafpóstur: [email protected]
www.domsmalaraduneyti.is

Utanríkisráðuneytið
Rauðarárstíg 25
150 Reykjavík
s. 560 9900
fax. 562 4878
rafpóstur: [email protected]
www.utanrikisraduneyti.is

Útlendingaeftirlitið
Borgartúni 30
105 Reykjavik
s. 510 5400
fax. 562 3375
rafpóstur: [email protected]
www.utl.is


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira