Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2017 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] til 24. apríl næstkomandi.

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið [email protected] til 24. apríl næstkomandi.

Reglugerðardrögin gilda um töku veggjalda og notkunargjalda af umferð ökutækja sem eru notuð til flutninga á vegum með leyfilega hámarksþyngd með hleðslu sem er yfir 3,5 tonn. Markmið hennar og tilskipana sem innleiða á er að koma á réttlátri skipan við gjaldtöku vegna kostnaðar við notkun mannvirkja m.a. til að útiloka röskun á samkeppni flutningafyrirtækja, efla sjálfbæra flutninga og draga úr þætti flutningageirans á loftlagsbreytingar og neikvæðum áhrifum hans sem valda tjóni á heilbrigði og umhverfi.

Reglugerðardrögin sækja stoð í 17. gr., 58. gr. og 2. mgr. 59. gr. vegalaga nr. 80/2007 og fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/62/EB um álagningu gjalda á þungaflutningabifreiðar fyrir notkun á tilteknum grunnvirkjum ásamt viðaukum, sbr. breytingar sem gerðar voru með tilskipunum 2006/38/EB og 2011/76/EB

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira