Hoppa yfir valmynd
20. maí 2014 Innviðaráðuneytið

Reglugerð breytt til að uppfæra viðauka vegna flugöryggis

Innanríkisráðuneytið ráðgerir að setja reglugerð til breytingar á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og halda skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur. Með breytingunni er innleidd reglugerð ESB frá 3. desember 2013.

Umrædd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) er nr. 1264/2013 frá 3. desember 2013 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 474/2006 frá 22. mars 2006 um að stofna skrá ESB yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan ESB sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005. Reglugerðin hefur að geyma uppfærslu á lista yfir ríki og flugrekendur sem bönnuð er starfræksla að hluta eða öllu leyti innan Evrópska efnahagssvæðisins. Viðaukar reglugerðarinnar leysa af hólmi eldri viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar.

Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007 skulu EFTA og EES-ríkin grípa til samskonar aðgerða og ESB á sama tímamarki. Með reglugerðarbreytingu þessari er leitast við að verða við þeirri skuldbindingu með setningu reglugerðar til breytinga á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og halda skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum