Hoppa yfir valmynd
21. júní 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntun fyrir alla á Íslandi

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi verður haldið 24. ágúst 2017 kl. 10-16 í Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar verða teknar til umfjöllunar og umræðu á málþinginu, ásamt hugmyndum um aðgerðir.

Málþingið verður einnig sent út á vef ráðuneytisins

Dagskrá

09:30-10:00        Kaffi, skráning og afhending gagna

10:00-10:05        Þingsetning – formaður stýrihóps um eftirfylgni úttektar. Ragnheiður Bóasdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

10:05-10:15        Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór Júlíusson

10:15-11:05        Ávörp fulltrúa annarra aðila sem standa að samstarfsyfirlýsingu um eftirfylgni úttektar um menntun án aðgreiningar á Íslandi:

  1. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra
  2. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
  3. Halldór Halldórsson formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  4. Þórður Hjaltested formaður Kennarasambands Íslands
  5. Olga Lísa Garðarsdóttir formaður Skólameistarafélags Íslands
  6. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra

11:10-12:15        Gæðamenntun án aðgreiningar.   Amanda Watkins og Verity Donelly fulltrúar Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir

12:15-13:00        Léttur hádegisverður í boði mennta- og menningarmálaráðuneytisins

13:00-13:30        Fyrirmyndarstarfshættir í skólum. Hanna Ragnarsdóttir prófessor í Háskóla Íslands

13:35-15:25        Vinna í sex málstofum með kaffihléi

Umfjöllunarefni í fyrri hluta (um 40 mín.):

Grundvöllur gæðastarfs fyrir alla nemendur                        

Umfjöllunarefni í síðari hluta (um 40 mín.):

1. Löggjöf og stefnumótun. Málstofustjóri Stefán Baldursson skrifstofustjóri, mennta- og menningarmálaráðuneyti

2. Gæðastjórnunarkerfi. Málstofustjóri Björk Ólafsdóttir sérfræðingur, Menntamálastofnun

3. Stuðningur við lærdómssamfélag skóla. Málstofustjóri Þorsteinn Hjartarson fræðslustjóri, Árborg

4. Fyrirkomulag fjárveitinga. Málstofustjóri Sigurður Á. Snævarr sviðsstjóri, Samband íslenskra sveitarfélaga

5. Stuðningskerfi á öllum skólastigum. Málstofustjóri Soffía Lárusdóttir forstöðumaður, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins

6. Grunnmenntun og fagleg starfsþróun. Málstofustjóri Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður, Kennarasamband Íslands

15:30-15:50        Samantekt. Anna Magnea Hreinsdóttir fræðslustjóri Borgarbyggðar og Ingvar Sigurgeirsson prófessor í Háskóla Íslands

15:50-16:00        Lokaorð. Gunnar Gíslason ráðgjafi - málþingsstjóri

Málþingið er haldið af mennta- og menningarmálaráðuneyti í tengslum við eftirfylgni úttektar um menntun án aðgreingar á Íslandi og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir, án endurgjalds.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum