Hoppa yfir valmynd
27. júní 2017 Utanríkisráðuneytið

Ræddu aukið samráð á fyrstu stigum EES hagsmunagæslu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs, áttu í dag fund í Ósló þar sem þeir fóru yfir samstarf ríkjanna í hagsmunagæslu innan EES en í mars sl. undirrituðu þeir yfirlýsingu um aukið samráð á þessu sviði.
„Við erum að leggja meiri áherslu á samráð á fyrstu stigum mála, einkum þegar um er að ræða löggjöf sem er í mótun innan ESB. Við eigum mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu samstarfi og erum þegar farin að sjá árangur af þessu aukna samráði,“ segir Guðlaugur Þór. Þeir Bakke-Jensen ræddu ennfremur samstarf í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Ráðherrarnir funda reglulega þar sem EES-mál eru rædd en þetta er þriðji fundur þeirra á sl. hálfu ári. Þá eiga embættismenn frá utanríkisráðuneytum ríkjanna aukið samráð um EES-samstarfið og og vinna saman í því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir Evrópusambandsins, þar sem það á við.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum