Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Niðurstöður kynntar vegna hönnunar nýs Landspítala

Kynning dómnefndar á niðurstöðum í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs Landspítala og húsnæðis fyrir heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands fer fram á morgun, föstudaginn 9. júlí.  

Kynningin verður haldin á Háskólatorgi og hefst klukkan ellefu. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ávarpar gesti og veitir vinningshöfum viðurkenningu.   

Tillögurnar verða almenningi til sýnis á 1. hæð Háskólatorgs fram eftir ágústmánuði.  

Fimm hönnunarteymi tóku þátt í samkeppni um frumhönnun nýja spítalans en þau skiluðu 10. júní gögnum til Ríkiskaupa. Undanfarinn mánuð hefur níu manna dómnefnd, auk fjölmargra óháðra ráðgjafa, farið yfir samkeppnistillögurnar.  

Samkeppnin tekur annars vegar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar til útfærslu á 66 þúsund fermetra nýbyggingu spítalans. Hluti af verkefninu er einnig að skoða frumhönnun á 10.000 fermetra byggingu fyrir Háskóla Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira