Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innleiðingu allra tilskipana í frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA lokið

Eftirlitsstofnun EFTA birtir yfirleitt tvisvar á ári upplýsingar um fjölda gerða sem hafa verið teknar upp í EES-samninginn en Ísland, Noregur eða Liechtenstein hafa ekki innleitt í landsrétt.

Í nýjasta frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA, sem miðast við stöðuna í lok maí sl., kemur fram að innleiðingu fimm tilskipana er varða fjármálaþjónustu af Íslands hálfu hefði verið ólokið í meira en fimm ár. Allar fimm tilskipanir hafa nú verið innleiddar. Þá kemur fram í frammistöðumatinu að 72 reglugerðir er varða fjármálaþjónustu hefðu verið óinnleiddar á Íslandi í lok maí sl. Óinnleiddum reglugerðum á sviði fjármálaþjónustu hefur fækkað ört undanfarið og þær eru nú um þrjátíu talsins.

EFTA-dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í þremur dómum í liðinni viku að Ísland hefði ekki innleitt tímanlega 37 gerðir á sviði fjármálamarkaðar. Um er að ræða 22 gerðir á sviði verðbréfamarkaðsréttar, 14 gerðir á sviði bankamarkaðar og eina gerð sem fellur undir regluverk um skilameðferð banka.

Allar gerðirnar hafa nú verið innleiddar, að einni gerð á sviði verðbréfamarkaðsréttar frátalinni - reglugerð (ESB) 2017/568 - sem gert er ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands innleiði með reglum á næstunni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum