Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, fundar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Utanríkisráðherra Eistlands heilsar

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, átti fund með starfssystur sinni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í dag. Paet sótti Ísland heim til að vera viðstaddur tónleika þar sem Eistar færa Íslendingum tónverk að gjöf í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að Eistland fékk fyrst sjálfstæði. Auk þess hitti ráðherrann íslenska ráðamenn. Á fundi utanríkisráðherranna voru málefni NATO og Evrópska efnahagssvæðisins rædd, auk samstarfs við Eystrasaltsríkin, þróunaraðstoð og netvarnir. Á þessari mynd Árna Sæberg ljósmyndara heilsar Paet starfsmanni ráðuneytisins en Ingibjörg Sólrún fylgist með.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum