Hoppa yfir valmynd
9. mars 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Sendinefnd frá Suður-Afríku

Sendinefnd frá Suður-Afríku

Ráðherra velferðarmála í Suður-Afríku, Dr. ZST Skweyiya er nú í heimsókn hér á landi ásamt sjö manna sendinefnd til að kynna sér íslenskt heilbrigðis- og almannatryggingakerfi.

Tekið var á móti gestunum í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í dag og áttu þeir fund með Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Einnig heimsótti Dr. ZST Skweyiya og föruneyti hans Tryggingastofnun ríkisins. Á morgun verður Barnaspítali Hringsins skoðaður og þaðan liggur leiðin austur í Hveragerði þar sem sendinefndin mun kynna sér starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands..



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum