Hoppa yfir valmynd
28. október 2014 Innviðaráðuneytið

Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 24. október sl. um  áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015. Við áætlanagerðina er tekið mið af ákvæðum reglugerðar nr. 242/2014.

Við útreikning framlaganna skiptast 80% hlutfallslega miðað við jöfnun á grunni stuðningsþarfar og 20% hlutfallslega miðað við jöfnun á grunni eigin útsvars.

Áætluð útgjaldaþörf þjónustusvæða/sveitarfélaga nemur samtals 13.399 m.kr. á árinu 2015. Þar af nemur áætlun útsvarstekna vegna 0,25% hlutdeildar þjónustusvæða/sveitarfélaga í útsvarsstofni vegna þjónustu við fatlað  fólk á árinu 2015 2.699  m.kr. Mismunur áætlaðrar útgjaldaþarfar og áætlaðra útsvarstekna þjónustusvæða/sveitarfélaga eru áætluð almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015 og nema þau samals 10.700 m.kr.

Jafnframt fer fram leiðrétting á framlögum ársins 2013 á grundvelli áætlaðs endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2013 og kemur leiðréttingin til frádráttar eða viðbótar áætluðum almennum framlögum ársins 2015.

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í febrúar 2015 á grundvelli nýrra upplýsinga um útgjaldaþörf, endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2013 og endurskoðunar á áætluðum útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 2014.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,99% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum