Hoppa yfir valmynd
31. mars 2015 Innviðaráðuneytið

Fyrsti fundur nýrrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Nýskipuð ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kom saman til fyrsta fundar  í innanríkiráðuneytinu í síðustu viku en í kjölfar lagabreytinga er nefndin nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Nýr formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Innanríkisráðherra skipar ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Formaður er skipaður án tilnefningar en Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir hina sex fulltrúana í nefndina. Nefndarmenn eru frá vinstri:

Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ, Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, Ásgerður Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað og  Guðný Sverrisdóttir formaður.

Nýskipuð ráðgjafarmefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kom saman til fundar í síðustu viku.

Á fundinum var starfsemi Jöfnunarsjóðs kynnt hinum nýju nefndarmönnum og farið yfir regluverk sjóðsins en aðeins einn nefndarmaður, Bjarni Jónsson, sat í nefndinni áður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum