Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2020

Annasöm formennska hjá fastanefnd í Vínarborg

Í vikunni lauk formennsku Íslands í NATO-samráðshópnum innan ÖSE í nóvember. Guðni Bragason fastafulltrúi stjórnaði 14 fjarfundum í hópi fastafulltrúa og hermálafulltrúa, með dyggri aðstoð Samönthu Frueauff ritara fastanefndarinnar. Formennskan gekk vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna COVID-19 og miklar annir fyrir ráðherrafund ÖSE í desember. Á ráðherrafundinum var flutt ávarp af hálfu NATO-hópsins, sem fastafulltrúi ritstýrði, en til þurfti um 25 klukkustunda vinnu að drögunum. Norræn samvinna kom sér vel, því starfsmaður norsku fastanefndarinnar, Unni Mortensen, aðstoðaði á fjarfundunum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum