Hoppa yfir valmynd
25. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Margvísleg þjónusta á kjördag

Kjör forseta Íslands fer fram 25. júní 2016. - mynd
Kjör forseta Íslands fer fram í dag, 25. júní 2016. Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar er varða framkvæmd kosninganna meðan kjörfundur stendur yfir eða til klukkan 22 í kvöld þegar kjörfundi lýkur.Símanúmerin í ráðuneytinu eru 545 8280 og 545 8290. Upplýsingar fyrir fjölmiðla veitir Jóhannes Tómasson í síma 896 7416.

Á vefnum kosning.is er að finna margvíslegar upplýsingar um kosningarnar, til dæmis kjörstaði, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á kjördag og leiðbeiningarmyndband um atkvæðagreiðslu á kjördag.

Þjóðskrá Íslands
Þjóðskrá Íslands verður með símavakt á kjördag klukkan 10-22 og er númerið 515 5300.

Hvar ertu á kjörskrá?

Kjörstaðir

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag og nánari upplýsingar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira