Hoppa yfir valmynd
25. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Sendinefnd frá Suður-Kóreu fylgist með forsetakosningunum

Sendinefnd Kóreumanna ásamt túlki kynnir sér framkvæmd forsetakosninganna í dag. - mynd
Sendinefnd frá stjórnvöldum í Suður-Kóreu dvelst um þessar mundir hér á landi og fylgist með undirbúningi og framkvæmd forsetakosninganna. Sendinefndin (National Election Commission) fylgdist með þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um ESB í vikunni og kom hingað til lands í gær.

Fulltrúar innanríkisráðuneytisins áttu fund með sendinefndinni í dag, þau Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri ásamt Stefaníu Traustadóttur og Ólafi Kr. Hjörleifssyni sérfræðingum. Greindu þau frá helstu þáttum í þeim verkefnum ráðuneytisins sem varða forsetakosningarnar, undirbúning og framkvæmd þeirra. Þá fylgdist nefndin með utankjörfundaratkvæðagreiðslu í gær og heimsótti einnig yfirkjörstjórn í Reykjavík norður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í kvöld ætlar nefndin síðan að fylgjast með talningu atkvæða í Hagaskólanum í Reykjavík.

Tíu manna sendinefnd frá Suður-Kóreu heimsótti innanríkisráðuneytið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira