Hoppa yfir valmynd
6. september 2004 Utanríkisráðuneytið

Fundur Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, munu eiga fund þriðjudaginn 7. september, en sænski utanríkisráðherrann er á Íslandi í fylgd sænsku konungshjónanna. Ráðherrarnir munu m.a. ræða Atlantshafstengslin og þróun sameiginlegrar öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins. Ennfremur verður fjallað um samrunaferlið í Evrópu í ljósi væntanlegrar stjórnarskrár ESB. Þá er gert ráð fyrir að skipst verði á skoðunum um helstu áherslur landanna á 59. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í New York 14. þ.m., auk stöðu mála í Írak, Afganistan og í Miðausturlöndum. Fundurinn fer fram í Ráðherrabústaðnum og hefst kl. 13:15, en blaðamenn geta náð tali af ráðherrunum að fundi loknum kl. 14:30.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum