Hoppa yfir valmynd
9. september 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Afhending trúnaðarbréfs í Austurríki
Afhending trúnaðarbréfs í Austurríki

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti 9. september, forseta Austurríkis, dr. Heinz Fischer, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Austurríki.

Í samtali eftir afhendingu trúnaðarbréfsins lýsti forsetinn yfir ánægju sinni með tvíhliða samskipti Austurríkis og Íslands, ekki síst vegna margþættra og sögulegra tengsla ríkjanna á sviði menningarmála. Viðskipti Íslands og Austurríkis hafa verið stöðug undanfarin ár. Árið 2003 nam verðmæti vöruinnflutnings frá Austurríki til Íslands 1350 milljónum króna, en verðmæti vöruútflutnings frá Íslandi til Austurríkis nam 268 milljónum króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum