Hoppa yfir valmynd
30. október 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins

Guðjón S. Brjánsson formaður Vestnorræna ráðsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Ane Lone Bagger menningarmálaráðherra Grænlands og Jenis af Rana menningarmálaráðherra Færeyja.  - mynd
Barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fagna 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Þau eru veitt annað hvort ár með það að markmiði að efla útgáfu barna- og ungmennabóka í löndunum þremur; Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Menningarmálaráðuneyti landanna styðja við verðlaunin með því að standa straum af kostnaði við þýðingu tilnefndra bóka á tvö vestnorræn mál auk skandinavísku (dönsku/norsku/sænsku).

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með samstarfsráðherrum sínum í gær ásamt formanni Vestnorræna ráðsins og af því tilefni voru undirritaðar nýjar samþykktir fyrir verðlaunin. Ísland fer með formennsku í ráðinu um þessar mundir en lögþing Færeyinga, Alþingi Íslendinga og landsþing Grænlendinga velja hvert um sig sex fulltrúa til setu í Vestnorræna ráðinu.

Verðlaunin verða næst afhent árið 2020. Í fyrra hlaut þau færeyski rithöfundurinn Bárður Oskarsson fyrir bók sína Træið (Tréð). Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru meðal annars
Andri Snær Magnason, Gerður Kristný, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Rakel Hemsdal og Lars-Pele Berthelsen.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum