Hoppa yfir valmynd
28. mars 2018 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sent frá sér svohljóðandi auglýsingu um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 26. maí 2018:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 2018, hefst við embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 31. mars 2018 kl. 12:00 til 14:00.

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á opnunartíma embættisins, frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum. Einnig er opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00.

Lokað er páskadag 1. apríl, annan í páskum 2. apríl, sumardaginn fyrsta 19. apríl, 1. maí, uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí.

Um breytingar sem kunna að verða á opnunartímum má sjá heimasíðu embættisins á www.syslumenn.is.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira