Hoppa yfir valmynd
22. júlí 2009 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra til fundar við Carl Bildt

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Stokkhólms þar sem hann mun eiga fund með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar á morgun, fimmtudag. Svíþjóð fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins og mun Össur fylgja aðildarumsókn Íslands að ESB úr hlaði á fundinum. Þá munu þeir Bildt ræða umsóknarferlið og næstu skref.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum