Hoppa yfir valmynd
15. júní 2023 Innviðaráðuneytið

Almenn framlög til málaflokks fatlaðs fólks enduráætluð

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, samþykkti nýlega tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætlaða úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2023. Framlögin voru endurreiknuð með hliðsjón af búferlaflutningum og nýliðun í samstarfi við sveitarfélög og þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks.

Framlögin skiptast þannig að 88% þeirra miða við jöfnun á grunni stuðningsþarfar, 10,75% miða við jöfnun á grunni eigin útsvars og 1,25% miða við fjarlægðir innan þjónustusvæða og fjölda sveitarfélaga á þjónustusvæðum.

Heildarframlög ársins eru áætluð 27,4 milljarðar króna en endanleg fjárhæð framlaga ræðst af þróun útsvarsstofns. Árið 2023 er framlagið miðað við 1,21% útsvarsstofns samanborið við 0,99% áður en hækkunin á milli ára nemur um fimm milljörðum króna. 

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í nóvember 2023.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum