Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar

Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd, nr. 985/2011. Tekur breytingin meðal annars til fyrningarfrests brota í tengslum við bakgrunnsathuganir og atriða er varða flugvernd og öryggisleit á flugvelli. Umsagnarfrestur er til 13. mars og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Núgildandi reglugerð gerir ráð fyrir að einstaklingur sem hefur gerst brotlegur við lög og fengið dóm eða gengist undir sektargreiðslu, geti að liðnum tilteknum tíma, átt rétt á jákvæðri niðurstöðu úr bakgrunnsathugun, þrátt fyrir fyrrgreint brot. Lagt er til með breytingunni að einstaklingur geti átt slíkan rétt, m.a. þegar: a) 5 ár eru liðin frá lokum afplánunar eða lokum skilorðsbundinnar fangelsisvistar eða lokum reynslulausnar; eða b) 3 ár eru liðin frá greiðslu sektar. 

Breytingin er einnig gerð vegna innleiðingar þriggja reglugerða ESB á sviði flugverndar og tengjast notkun öryggisskanna á flugvöllum og um greiningarkerfi fyrir sprengiefni. Þá er með breytingunni verið að innleiða þrjár ákvarðanir ESB sem varða tæknilega útfærslu á ýmsum atriðum varðandi flugvernd sem leynt skulu fara. Jafnframt eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi varðandi tíðni æfinga vegna neyðaráætlana á þann veg að um þær fari samkvæmt ákvæðum reglugerðar um flugvelli.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira