Hoppa yfir valmynd
13. mars 2020

Kynning á PayAnalytics í Stokkhólmi

Kynning fór fram á starfsemi og lausnum PayAnalytics - myndSendiráð Íslands í Stokkhólmi/ HJ

Sú vinna sem fram hefur farið á Íslandi til að stemma stigu við kynbundnum launamun hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Má þar sérstaklega nefna hina íslensku kröfu um jafnlaunavottun.

Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, er stofnandi og stjórnarformaður íslenska fyrirtækisins PayAnalytics sem hefur með þjónustu sinni aðstoðað fjölda íslenskra fyrirtækja við að leiðrétta kynbundinn launamun meðal starfsmanna sinna, með lausn sinni sem byggir á nýjust tækni í gagnagreiningu.

Þann 11. mars kynnti Margrét lausnir PayAnalytics fyrir útvöldum félögum í Findec, sem er félagskapur sænskra fyrirtækja í fjármálatækniiðnaði, á viðburði í embættisbústað sendiherra. Líflegar umræður sköpuðust í kjölfar kynningar Margrétar og ljóst að málefnið var viðstöddum mjög hugleikið.

Að viðburðinum loknum stóð til að Margrét tæki þátt í pallborðsumræðum hjá fyrirtækinu Trustly, í samstarfi við Findec, með þungavigtarkonum úr sænskum fjármálatækniiðnaði, auk þess sem sendiherra átti að flytja opnunarávarp og segja í stuttu máli frá þróun jafnréttismála á Íslandi.

Í ljósi aðstæðna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar var þeim viðburði þó aflýst. Að sama skapi var ýtrustu varúðar gætt á kynningunni í embættisbústað sendiherra og ráðleggingum yfirvalda fylgt til að lágmarka hættu á smiti.

Viðburðurinn fór fram í samstarfi sendiráðsins og Findec við PayAnalytics.

  • Guðrún Þorgeirsdóttir, Dr. Vilborg Bjarnadóttir, Estrid Brekkan och Anders Norlin - mynd
  • Islands ambassadör välkomnar gästerna - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum