Hoppa yfir valmynd
15. september 2015 Innviðaráðuneytið

Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Snýst breytingin um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði sveitarfélögum tímabundið framlag sem fengið er með hlutdeild í tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki árin 2015 til 2017. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpið til og með 25. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Í frumvarpinu er lagt til að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna álagningar sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 155/2010 frá miðju ári 2014 og út árið 2017 verði úthlutað til sveitarfélaga. Úthlutunin yrði í samræmi við hlutdeild sveitarfélaganna í álögðu heildarútsvari til að vega á móti þeim áhrifum sem lög nr. 40/2014 um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar hafa á útsvarstekjur sveitarfélaganna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum