Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Umferðarljósið til lögreglunnar á Blönduósi...

Lögreglan á Blönduósi fékk viðurkenninguna ,,Umferðarljósið? á umferðarþingi í dag fyrir framlag sitt til umferðaröryggis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti Bjarna Stefánssyni, sýslumanni á Blönduósi viðurkenninguna. Jafnframt tilkynnti ráðherrann að Óli H. Þórðarson fengi gullmerki Umferðarráðs fyrir merkt starf sitt á sviði umferðaröryggismála.

Logreglan Blonduosi
Lögreglan á Blönduósi hlaut viðurkenninguna Umferðarljósið á Umferðarþingi í dag.

,,Umferðarljósið?, verðlaunagripur Umferðarráðs, er nú veittur er nú í sjöunda sinn. Verðlaunin eru veitt þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun sem þykir hafa unnið sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála. Samgönguráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni þegar hann afhenti verðlaunin:

,,Lögreglan á Blönduósi hefur kennt okkur að aka skikkanlega og fara að lögum ? í það minnsta í umdæmi sínu. Ég er þess raunar fullviss að það sem hún hefur innprentað okkur situr í okkur þegar við ökum um aðra landshluta. En þetta hefur ekki gerst á einum degi. Upphafið má rekja til þeirrar ákvörðunar Jóns Ísbergs, fyrrverandi sýslumanns á Blönduósi, að skera upp herör gegn umferðarslysum í Húnaþingi. Þetta var á miðjum áttunda áratug síðustu aldar en þá höfðu orðið nokkur alvarleg umferðarslys í umdæminu sem mátti rekja til aukins hraðaksturs. Jón Ísberg lagði fyrir lögreglumenn sína að beina spjótum sínum sérstaklega að hraðakstri. Var eftirlit með umferðarhraða stórlega hert en í engu slakað á öðrum þáttum löggæslunnar þótt ráðist væri í þetta átak.

Átak lögreglunnar á Blönduósi hefur staðið sleitulaust síðan. Fullyrða má að með þessu öfluga umferðareftirliti hefur fjölda alvarlegra umferðarslysa verið haldið niðri en bæði er umdæmið stórt og umferðarþungi mikill.

Sem dæmi um framgöngu lögreglunnar á Blönduósi get ég nefnt að árið 1998 var hlutfall sektarboða þar miðað við allt landið 3,7% en í fyrra var það 8,3%. Meðaltal sektarboða á stöðugildi á Blöndósi var 361 í fyrra en 43 þegar hlutfall á stöðugildi yfir landið er skoðað. Ég vil taka sérstaklega fram að hér er ég alls ekki að varpa rýrð á störf í öðrum lögregluumdæmum heldur að sýna fram á að langvarandi öflugt eftirlit hefur áhrif.

Fjöldi sektarboða er ekki aðalatriðið. Lykilatriðið er að vegna hins öfluga eftirlits og vegna þess að lögreglan á Blönduósi er sýnileg vegfarendum þá hefur tekist að hafa stjórn á umferðarhraðanum og draga úr slysum. Það er kjarni málsins.

Ég vil biðja Bjarna Stefánsson, sýslumann á Blönduósi, að koma hingað og taka við við ,,Umferðarljósinu? og óska honum og mönnum hans til hamingju með farsæl störf í þágu umferðaröryggis okkar allra.?

Gullmerki Umferðarráðs til Óla H. Þórðarsonar

Óli H. Þórðarson kom til starfa fyrir Umferðarráð árið 1978 og hefur sinnt umferðarmálum allar götur síðan og raunar helgað líf sitt baráttunni gegn umferðarslysum. Árið 2002 tók hann við sem formaður Umferðarráðs og gegndi þeirri stöðu til 1. okt. á þessu ári. Samgönguráðherra sagði meðal annars eftirfarandi þegar hann kynnti hver hlyti gullmerkið:

,,Við þetta tækifæri er við hæfi að heiðra Óla fyrir hans mikilvæga framlag til umferðarmála hér á landi og mun ég því veita honum gullmerki Umferðarráðs. Í úthlutunarreglum fyrir merkið segir að ,,veita skuli merkið einstaklingi sem unnið hefur sérstaklega merkt starf á sviði umferðaröryggismála?. Vandséð er að aðrir séu betur að þessu komnir en Óli og óska ég honum velfarnaðar um leið og þökkuð eru störf hans að umferðarmálum.?Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira