Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Ofbeldi gegn börnum kemur öllum við

Ljósmynd: gunnisal - mynd

Annað hvert barn í heiminum hefur orðið ofbeldi og 18 milljónir stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. - Þetta kom fram í gær á fyrstu alþjóðaráðstefnu háttsettra ráðamanna um ofbeldi gegn börnum sem haldin er í Stokkhólmi á vegum sænsku stjórnarinnar. Upplýsingaskrifstofa SÞ (UNRIC) greinir frá og segir að ráðstefnuna sæki ráðherrar frá 75 ríkjum, háttsettir embættismenn stofnana Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ungmenna, borgarasamtaka og háskólasamfélagsins, svo dæmi séu nefnd.

„Ofbeldi gegn börnum kemur öllum við,“ sagði Amina Mohamed, vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í opnunarræðu ráðstefnunnar. „Sumir kunna að halda að það sé eingöngu hlutverk ríkisstjórna og borgaralegs samfélags að uppræta ofbeldi gegn börnum. En það krefst líka forystu atvinnulífsins að tryggja að heimurinn verði laus við ofbeldi, misnotkun, pyntingar og mansal barna.” Hún segir í frétt UNRIC að fyrirtæki hafi miklu hlutverki að gegna, ekki síst með því að berjast gegn barnavinnu, barnaþrælkun og misnotkun.”

„Vonandi er þetta upphaf hreyfingar til þess að binda á hvers kyns ofbeldi gegn börnum,“ sagði Silvía Svíadrottning, sem lagði áherslu á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða. „Ofbeldi gegn börnum er mannréttindamál, og er jafn mikilvægt mál og menntun, heilbrigði og næring.“

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía vitnaði til sinnar eigin reynslu í ræðu sinni. „Við höfum brugðist börnum í áranna rás, þegar þau hafa verið falin ofbeldisfullum fjölskyldum eða vondum barnaheimilum. En okkur hefur líka tekist að tryggja mörgum börnum betri og bjartari framtíð en nokkurn hefði órað fyrir,“ sagði Löfven. „Ég þekki það af eigin reynslu, því ég var eitt þessara barna. Þjóðfélagið greip inn í, þegar móðir mín gat ekki sinnt mér og ég fékk flutti til ástríkrar fósturfjölskyldu, og fékk tækifæri til að alast upp öruggur og sæll, tækifæri til að standa hér á meðal ykkar í dag.“

Þjóðarleiðtogar hafa samþykkt að ná skuli 17 Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Eitt undirmarkmiðanna er að stöðva ofbeldi gegn drengjum og stúlkum um allan heim. Heimilisofbeldi er þó aðeins hluti af stærri mynd. Þannig er talið að 250 til 300 þúsund börn í heiminum séu þvinguð til herþjónustu á átakasvæðum í heiminum.

Bein úsending frá ráðstefnunni í Stokkhólmi

Nánar á vef UNRIC

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum