Hoppa yfir valmynd
18. maí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Kosning utan kjörfundar – sending atkvæðisbréfa

Ráðuneytið vekur athygli á að það getur tekið nokkra daga fyrir atkvæði sem greitt er utan kjörfundar og póstsent á hefðbundinn hátt að berast til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi.  Því er ekki tryggt að atkvæðisbréf sem þarf að fara um fleiri en eina póststöð og póstlagt er 22. maí nk. eða síðar komist á áfangastað í tæka tíð.

Þá skal það áréttað að kjósandi getur ávallt valið að koma atkvæðisbréfi sínu til viðkomandi kjörstjórnar á annan hátt heldur en að póstleggja það.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira