Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2012 Innviðaráðuneytið

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins sent út á netinu

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkisráðuneytið heldur í dag í samvinnu við Háskólann á Akureyri verður sent út á netinu. Dagskráin stendur frá kl. 11 til 15.30.

Málþingið hefst með ávarpi Stefáns B. Sigurðssonar, rektors HA, og inngangsorðum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Síðan flytur Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp.

Þorleifur Gunnlaugsson, formaður nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, gerir síðan grein fyrir starfi og tillögum nefndarinnar og Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við HA, segir frá niðurstöðum könnunar sem HA vann fyrir innanríkisráðuneytið á viðhorfum sveitarstjórnarfulltrúa og alþingismanna til hinna ýmsu málefna sveitarfélaga. Þá flytja nokkrir sveitarstjórnarmenn ávarp og endað verður á pallborðsumræðum.

Málþingið fer fram í húsnæði HA og stendur frá 11 til 15.30.

Sjá nánar um dagskrá hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum