Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fumvarp um áhafnir farþega- og flutningaskipa til umsagnar

Drög að frumvarpi til breytingar á lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa nr. 76/2001 er nú til umsagnar á vef samgönguráðuneytisins. Unnt er að skila umsögnum til ráðuneytisins til 26. nóvember næstkomandi.

Tilgangur frumvarpsins er að innleiða ákvæði um alþjóðlegt öryggisstjórnunarkerfi (International Safety Management Code), ISM-kóðann, í íslenskan rétt. Með innleiðingu á sérstökum ISM-öryggisstjórnunarkóða er leitast við að tryggja öryggi á sjó, koma í veg fyrir slys eða manntjón og forðast mengun umhverfisins, einkum sjávar, og skemmdir á eignum.

Jafnframt er frumvarpinu ætlað að tryggja að útgerðir þeirra skipa sem falla þar undir starfi í samræmi við viðurkennt öryggisstjórnunarkerfi. Að auki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/45 um gagnkvæma viðurkenningu á skírteinum sjómanna sem aðildarríkin gefa út og um breytingu á tilskipun 2001/25/EB. Tilskipun 2005/45/EB má segja sé tvískipt. Annars vegar er hún sértilskipun sem mælir fyrir um hvernig skuli fara með skírteini sem gefin eru út innan EES, hins vegar breytir hún og bætir við ákvæðum tilskipunar 2001/25/EB um lágmarksþjálfun sjómanna sem mælir fyrir um útgáfu skírteina í samræmi við kröfur STCW-samþykktarinnar.

Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin er til 26. nóvember og skulu umsagnir berast á netfang samgönguráðuneytisins [email protected].,

Frumvarpsdrögin má sjá hér.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira