Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýr þjónustusamningur við Slysavarnaskóla sjómanna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér nýjan þjónustusamning til þriggja ára um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna. Samningsupphæð er 61,2 milljónir króna á ári.

Skrifað undir þjónustusamning milli ráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Skrifað undir þjónustusamning milli ráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skrifuðu undir samninginn og fulltrúar Siglingastofnunar og fjármálaráðuneytis staðfesta hann einnig.

Samningurinn er um starfrækslu Slysavarnaskóla sjómanna sem hefur það markmið að auka öryggi sjómanna með fræðslu og þjálfun í meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar og almennri fræðslu um slysavarnir á sjó. Skal skólinn halda námskeið fyrir starfandi og verðandi sjómenn á helstu útgerðarstöðum landsins og annast öryggis- og slysavarnafræðslu fyrir nemendur í skipstjórnar og vélstjórnarnámi.

Ráðherra skipar fimm manna skólanefnd og skal einn tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands, einn af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og þrír af verksala og skal ráðherra skipa einn úr hópi þeirra síðastnefndu formann skólanefndar.

Á myndinni eru frá vinstri: Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna.

Skrifað undir þjónustusamning milli ráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira