Hoppa yfir valmynd
3. mars 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs sendiherra í Bosníu

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti þann 1. mars s.l., Borislav Paravac, forseta ráðherraráðs Bosníu og Hersegóvínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Bosníu og Hersegóvínu með aðsetur í Vínarborg.

Sendiherra átti fund með dr. Mladen Ivanic, utanríkisráðherra Bosníu, auk þess að eiga viðræður við aðra háttsetta embættismenn og yfirmann Verslunarráðs Bosníu og Hersegóvínu. Á fundunum kom almennt fram áhugi á að efla frekar tengsl landanna ekki síst á sviði viðskipta. Sendiherra heimsótti einnig sendinefnd ÖSE í Bosníu og Hersegóvínu og ræddi við yfirmann hennar en íslensk stjórnvöld hafa sérstaklega stutt baráttu stofnunarinnar gegn mansali í Bosníu og Hersegóvínu.

Árið 2003 nam verðmæti vöruinnflutnings frá Bosníu og Hersegóvínu til Íslands 4 milljónum króna, en verðmæti vöruútflutnings frá Íslandi til Bosníu og Hersegóvínu nam 300 þúsundum króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum