Hoppa yfir valmynd
9. júní 2022 Dómsmálaráðuneytið

Nr. 225/2022 Úrskurður

KÆRUNEFND ÚTLENDINGAMÁLA

 

Hinn 9. júní 2022 er kveðinn upp svohljóðandi

                                                                                                                                                                                             úrskurður nr. 225/2022

í stjórnsýslumáli nr. KNU22060007

 

Beiðni […] um endurupptöku

 

I.       Málsatvik og málsmeðferð

Með úrskurði kærunefndar útlendingamála nr. 204/2022, í máli nr. KNU22040025 dags. 25. maí 2022, staðfesti nefndin ákvörðun Útlendingastofnunar, dags. 1. apríl 2022, um að taka umsókn […], fd. […], ríkisborgara Palestínu, um alþjóðlega vernd hér á landi ekki til efnismeðferðar og vísa honum frá landinu. Niðurstaða kærunefndar var birt kæranda 30. maí 2022. Hinn 5. júní 2022 barst kærunefnd beiðni kæranda um frestun réttaráhrifa og endurupptöku. Að mati kærunefndar má ráða að beiðni kæranda um endurupptöku sé byggð á 24. gr. stjórnsýsluaga nr. 37/1993.

II.        Málsástæður og rök kæranda

Kærandi lagði ekki fram greinargerð eða önnur gögn máli sínu til stuðnings.

III.       Niðurstaða kærunefndar útlendingamála

Samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga á aðili máls rétt á því að mál sé tekið upp á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.

Með úrskurði kærunefndar í máli kæranda, dags. 25. maí 2022, var komist að þeirri niðurstöðu að synjun á efnismeðferð umsóknar kæranda um alþjóðlega vernd á Íslandi og frávísun frá landinu bryti ekki gegn 1. mgr. 42. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, sbr. 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var ekki talið að kærandi hefði slík tengsl við landið að nærtækast væri að hann fengi hér vernd eða að sérstakar ástæður mæltu annars með því að taka umsókn hans um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar, sbr. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga.

Í ljósi þess að kærandi hefur ekki lagt fram gögn eða rökstuðning endurupptökubeiðni sinni til stuðnings er það mat kærunefndar að hann hafi ekki sýnt fram á að úrskurður kærunefndar frá 25. maí 2022 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða að atvik í máli hans hafi breyst verulega frá því að fyrrgreindur úrskurður var birtur, sbr. 1. og 2. tölul. 24. gr. stjórnsýslulaga.

Samantekt

Með vísan til alls framangreinds er það mat kærunefndar að hafna beri beiðni kæranda um endurupptöku málsins.

 

Úrskurðarorð:

Kröfu kæranda um endurupptöku er hafnað.

The request of the appellant to re-examine the case is denied.

Þorsteinn Gunnarsson

 

Bjarnveig Eiríksdóttir                                                                       Gunnar Páll Baldvinsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum