Hoppa yfir valmynd
30. október 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna um atvinnumál blindra og sjónskertra

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun halda ráðstefnu um atvinnumál blindra og sjónskertra á Íslandi, föstudaginn 14. nóvember. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 og stendur til kl. 17:00. 

Farið verður yfir niðurstöður samantektar Miðstöðvarinnar um atvinnustöðu blindra og sjónskertra og hvaða þjónustuúrræði eru í boði fyrir blinda og sjónskerta í atvinnuleit. Þá munu blindir og sjónskertir einstaklingar á vinnumarkaði segja frá reynslu sinni auk atvinnurekenda. Hádegisverður er í boði Miðstöðvarinnar.

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram hjá Miðstöð í síma 545 5800 eða á [email protected] til og með 12. nóvember. Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang, símanúmer, vinnustaður og hvort viðkomandi  þiggur hádegisverð. Ef óskað er eftir táknmálstúlkun þarf það einnig að koma fram við skráningu.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn í síma 545 5800 og á netfanginu [email protected].


Dagskrá:

Fundarstjóri: Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

09:00-09:1Opnun ráðstefnunnar
Eygló Harðardóttir félags- og sðismálaráðherra

09:10-09:2Erindi frá Þjónustu- og þekkingarmstöð
Halldór Sævar Guðbergsson atvinnu- og virkniráðgjafi

09:20-10:0Kynning á niðurstöðum úttektar Miðstöðvarinnar

  • Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur,
  • Elín Marta Ásgeirsdóttir náms- og starfsráðgjafi
  • Steinunn Sævarsdóttir félagsráðgjafi

10:00-10:1Umræður og fyrirspurnir

10:15-10:3Kaffi

10:30-11:4Reynslusögur einstaklinga

  • Hlynur Þór Agnarsson starfsmaður Vodafone
  • Svanhildur Anna Sveinsdóttir starfsmaður Icelandair Hótel Akureyri
  • Guðjón Norðdahl starfsmaður Blindravinnustofunnar
  • Sandra Dögg Guðmundsdóttir starfsmaður Fiskvinnslunnar Drangs
  • Helgi Hjörvar alþingismaður

11:45-12:0Umræður um reynslu fólks á vinnumarkaði

12:00-13:0Hádegisverður

13:00-13:3Reynslusögur atvinnurekenda

  • Heimir Þór Árnason deildarstjóri söluvers Vodafone
  • Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri á Icelandair Hótel Akureyri

13:30-14:0Hlutverk og áherslur VIRK starfsendurhæfingarsjóðs
Ása Dóra Konráðsdóttir svsstjóri starfsendurhæfingar

14:00-14:30 Þjónusta Vinnumálastofnunarvið atvinnuleitendur með skerta starfsgetu 
Margrét Linda Ásgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri ráðgjafar vegna skertrar starfsgetu.

14:30-15:0Atvinna fatlaðs fólks í Reykjavík - nú og tilframtíðar

  • Björk Vilhelmsdóttir formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og
  • Olga  Björg  Jónsdóttir  verkefnisstjóri  í  þekkingarstöð  um  málefni fatlaðra hjá Reykjavíkurborg.

15:00-15:3Samantekt og umræður

15:30-17:0ttaka í boði Blindrafélagsins fyrir ráðstefnugesti



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum