Hoppa yfir valmynd
15. desember 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök félagsmálastjóra gerðu með sér samkomulag í desember 2007 um að ráðuneytið skyldi árlega uppfæra grunnfjárhæð vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, í samræmi við hækkun á gengi neysluverðsvísitölu samkvæmt 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og birta fjárhæðina í leiðbeiningum ráðuneytisins.

Í samræmi við þetta hefur ráðuneytið uppfært grunnfjárhæðir í leiðbeiningum sínum í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu með sama hætti og gert var í desember 2007 og desember 2008. Miðað við gengi vísitölu neysluverðs í nóvember 2009 sem var þá 356,2 stig nemur grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings 125.540 kr., hækkar úr 115.567 kr., eða um 8,63%. Aðrar grunnfjárhæðir hækka um sama hlutfall.

Rétt er að ítreka að hér er um leiðbeinandi viðmið að ræða. Í samræmi við 21. gr. laga  um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, er ákvörðun um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í höndum hvers og eins sveitarfélags.

Bréf til sveitarfélaga

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum