Hoppa yfir valmynd
26. október 2017 Innviðaráðuneytið

Viðaukar gerðir við þrjá sóknaráætlunarsamninga

Jón Gunnarsson og Björn Líndal skrifuðu undir viðaukasamning vegna sóknaráætlunar Norðurlands vestra. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert viðaukasamninga við sóknaráætlanir þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Markmiðið er að styrkja sóknaráætlanir framangreindra landshluta með sérstöku framlagi og treysta þannig byggð á tilteknum svæðum.

Framlag ráðuneytisins til samninganna er samtals 107 milljónir króna. Fjárveitingin byggist á stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 sem og áherslum löggjafans um að sérstaklega skuli hlúa að svæðum sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.                                                               

Í samningum um sóknaráætlanir 2015-2019 skuldbinda samningsaðilar sig til að vinna að því að auka ráðstöfunarfé til samninga á samningstímanum. Markmið viðaukasamninganna er að styrkja sóknaráætlun viðkomandi landshluta með sérstöku framlagi í tengslum við sérstakar áherslur landshlutanna.

Viðaukasamningur við sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

Viðaukasamningurinn við sóknaráætlun Vestfjarða byggist á aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði frá desember 2016 og áherslum sóknaráætlunar fyrir Vestfirði 2015-2019. Samningurinn lýtur að eftirfarandi verkefnum:

  • Aukinni tíðni flugs til Bíldudals.
  • Fjarþjónustu í heilbrigðismálum.
  • Sjávarbyggðafræði.
  • Uppbyggingu hitaveitu á Hólmavík.
  • Rannsókn á Álftafjarðargöngum.
  • Lagfæringu á Flateyjarbryggju.

Heildarframlag ráðuneytisins til verkefnanna er 63,3 milljónir króna.

Viðaukasamningur við sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019

Viðaukasamningurinn við sóknaráætlun Norðurlands vestra byggist á áherslum sóknaráætlunar fyrir Norðurland vestra 2015-2019 og lýtur að eftirfarandi verkefnum:

  • Stuðningur við áætlunarflug í tilraunaskyni milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.
  • Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna – hersetan í Hrútafirði.
  • BioPol á Skagaströnd.
  • Textílsetur Íslands á Blönduósi.

Heildarframlag ráðuneytisins til verkefnanna er 14 milljónir króna.

Viðaukasamningur við sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

Viðaukasamningurinn við sóknaráætlun Vesturlands byggir á aðgerðaáætlunar vegna

Íbúafækkunar í Dalabyggð frá september 2017og áherslum sóknaráætlunar Vesturlands. Verkefnið lýtur að:

  • Uppbyggingu Vínlandssetur í Leifsbúð í Búðardal.

Heildarframlag til verkefnisins er 40 milljónir króna, þar af koma 30 milljónir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og 10 milljónir frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Markmiðið með viðaukasamningnum er að styrkja sóknaráætlun Vesturlands með sérstöku framlagi til ferðaþjónustu í Dalabyggð og treysta þannig byggð í sveitarfélaginu sem hefur átt undir högg að sækja vegna fækkunar íbúa og samdráttar í atvinnulífi. Verkefnið lýtur að uppbyggingu Vínlandsseturs í Leifsbúð í Búðardal. Megin hlutverk setursins er að verða segull fyrir ferðamenn og efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og er þetta samstarfsverkefni Dalabyggðar og Eiríksstaðanefndar auk aðstandenda Landnámsseturs í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að setrið verði byggt upp sem samfélagsverkefni í eigu sveitarfélagsins eða sjálfseignarstofnunar en rekstur verði í höndum einkaaðila.

  • Frá vinstri: Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Rakel Óskarsdóttir. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum