Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ársskýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar 2018

Ársskýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar fyrir árið 2018 er komin út. Þetta er fyrsta ársskýrsla stofnunarinnar en hún hóf starfsemi sína í maí 2018.

Í ávarpi sínu segir Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri, meðal annars:

Ljóst er að löngu var orðið tímabært að setja gæða- og eftirlitsstofnun á laggirnar. Í skýrslu nefndar félags- og húsnæðismálaráðherra frá 2016, um endurskoðun stjórnsýslu og eftirlits á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, kom fram að almennt væri það sjónarmið ríkjandi að eftirliti með félagsþjónustu væri ábótavant og að mikil þörf væri fyrir gæðavísa og eftirlit sem byggðist á þeim.

Í ársskýrslunni er almenn umfjöllun um stofnunina sem og yfirlit yfir þau margvíslegu verkefni sem unnin voru á starfsárinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum