Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samráð um vökva í handfarangri flugfarþega

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um vökva sem farþegar geta haft með sér í handfarangri á flugvöllum ESB. Samráðinu sem stendur til 31. ágúst 2016 er ætlað að afla upplýsinga um óskir farþega í þessum efnum.

Með bættri tækni til skimunar sá framkvæmdastjórnin ástæðu til að gera tilraun til að meta hvernig heimild til að fara með vökva í handfarangri um flugvelli sambandsins hefur áhrif á reynslu farþega og starfsemi flugvallanna. Aðildarríki EFTA og Evrópska efnahagssvæðisins geta tekið þátt í samráðinu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira