Hoppa yfir valmynd
25. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin ræðir Heimsmarkmiðin við ungmennaráð

Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hittir ríkisstjórnina - mynd
Ríkisstjórn Íslands hitti ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar kom ungmennaráðið saman á fundi í annað sinn frá því ráðið var stofnað í apríl sl.

Ungmennaráðið kynnti starfsemi sína fyrir ríkisstjórninni og þau áherslumál sem þeim þykja brýnust. Ráðherrar voru áhugasamir um sýn þeirra á Heimsmarkmiðin og sögðust hlakka til að funda með þeim á komandi mánuðum.

Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Ungmennaráðið fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Þá veitir ráðið stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna. Á fundi sínum í dag ræðir ungmennaráðið forgangsröðun á þeim verkefnum sem ráðið ætlar að vinna að á starfstíma sínum.

Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á Facebook síðu þess: Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Facebook
  • Ríkisstjórnin ræðir Heimsmarkmiðin við ungmennaráð  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Ríkisstjórnin ræðir Heimsmarkmiðin við ungmennaráð  - mynd úr myndasafni númer 2
  • Ríkisstjórnin ræðir Heimsmarkmiðin við ungmennaráð  - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 17 Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum