Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2011 Utanríkisráðuneytið

Samkomulag við Rússa um útflutning á mjólkurafurðum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir samkomulag við rússnesk stjórnvöld um gagnkvæma vottun mjólkurframleiðenda sem mun opna fyrir útflutning íslenskra mjólkurafurða, þ.á.m. skyrs, mjólkurdufts og smjörs, inn á Rússlandsmarkað.

Samkvæmt samkomulaginu ábyrgist Matvælastofnun að íslenskir framleiðendur mjólkurafurða uppfylli þær gæðakröfur sem rússnesk yfirvöld gera til innflytjenda. Það greiðir leið íslenskra mjólkurafurða inn á Rússamarkað, og reyndar einnig til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, en ríkin þrjú gengu nýverið í tollabandalag.

Utanríkisráðherra sagði við undirritun samningsins: ,,Þessi samningur er svipaður samningi um útflutning á kjöti og fiski sem gerður var í fyrra og hefur greitt leið fisk- og kjötafurða til Rússlands en gaman er að geta þess sá samningur greiddi sérstaklega götu kjötútflutnings til Rússlands. Búist er við að útflutningur á mjólkurdufti geti hafist innan skamms og þá má geta þess að næstu nágrannar Rússa, Finnar, hafa gjörsamlega fallið fyrir íslenska skyrinu. Ég vona að Rússar komist sömuleiðis á bragðið í kjölfar þessa mikilvæga samkomulags.”

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum